Spurt og svarað

Hvernig virkar Merkisjoppan? Merkisjoppan er aðallega hugsuð sem netverslun og er ein af fyrstu - ef ekki fyrsta - netverslunin með merktar auglýsingavörur sem er alfarið á íslensku. Lítil yfirbygging gerir okkur kleift að bjóða mjög hagstætt verð sem jafnvel hafa ekki sést áður á markaðinum. Á merkisjopppan.is er hægt að kaupa allar okkar vinsælustu vörur en við erum með umboð fyrir á fjórða hundrað þúsund vörutegunda. Það er því alltaf um að gera að senda okkur fyrirspurn, það eru allar líkur á að við getum útvegað það sem þú ert að leita að. Það er svo að sjálfsögðu hægt að fá allar okkar vörur ómerktar sé þess óskað.

 

Hvað geri ég ef magnið sem ég vil er ekki í boði? Við getum afgreitt vörur í hvaða magni sem er. Ef þú þarft annað magn en boðið er uppá á síðunni hafðu þá endilega samband við okkur á merkisjoppan@merkisjoppan.is eða í s. 851-5000.

 

Verðið byggist upp á magni, því meira magn sem er pantað þess ódýrara verður hvert stykki. Við ákveðum því lægsta magn á hverri vöru fyrir sig út frá verði, td. ef lægsta magn er 50stk. er það vegna þess að kostnaður er nánast sá sami og fyrir 25stk. Það er að sjálfsögðu hægt að kaupa 1 stk. af öllum vörum sé þess óskað en allar líkur eru á að við gætum afgreitt vöruna í meira magni fyrir sama verð.  

 

Ég sá vöru í bæklingnum sem er ekki í boði að kaupa á síðunni, hvað geri ég? Við bjóðum upp á allar þær vörur sem koma fram í bæklingnum og meira til en setjum einungis þær allra vinsælustu inn á síðuna. Ef áhugi er fyrir vörum sem ekki er hægt að kaupa á síðunni má hafa samband við okkur á merkisjoppan@merkisjoppan.is eða í síma 851-5000 og við útbúum tilboð í snatri.

 

Pöntunarferli og afhendingartími: Eftir að pöntun hefur verið staðfest hefjumst við handa við að útbúa próförk af merkingunni sem við svo sendum til kaupanda innan sólarhrings. Eftir að próförk hefur verið samþykkt er afhendingartími pöntunar í flestum tilfellum ein vika en að hámarki tvær vikur. Sé þörf á hraðsendingu má hafa beint samband við okkur til að fá uppgefið verð í þá þjónustu.